miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Hugsið ykkur, hvað getur gerst mikið í lífi fólksins í kringum þig og þú veist ekkert um það. Góðir vinir geta átt mjög erfitt án þess að við vitum af því. Veikindi eða dauðsföll, vinir upplifa angist og kvöl og við vitum ekki af því.
Gefur þú þér tíma til að vita virkilega hvernig vinum og kunningjum líður? Leitar þú eftir því að hringja bara til þess að heyra í hljóðið í vinum þínum?
Að halda sambandi við gamla og góða vini hefur alltaf reynst mér erfitt og það segir ekkert um það hvað mér þykir vænt um þá. Ég finn nánast til því mér er svo umhugað um margar gamlar vinkonur.

Ég frétti af gamalli vinkonu sem upplifði mikinn og mjög óvæntan missi fyrir nokkru síðan. Ég rakst á hana um daginn og ég var svoooo mikið að drífa mig að ég gaf mér ekki tíma til að spjalla við hana. Hvað ég var að drífa mig svona að gera man ég ekki. Ef ég hefði bara gefið henni meiri tíma!! Ég er ekki viss um að hún hefði sagt mér frá missi sínum en með því að gefa mér tíma til að tala við hana hefði ég getað sýnt henni að hún skiptir mig enn máli.
Ég hef stundum verið að gæla við þá hugmynd að ég sé ekki að taka þátt í lífsgæða kapphlaupinu af eins miklum móð og aðrir en ég geri það á minn hátt og oft alltof mikið. Þessi hraði á öllu. Það þarf allt að gerast strax og helst í gær!

Gefum okkur tíma fyrir hvert annað! Í gleði og sorg!
Sem betur fer eru góðu stundirnar oftast fleiri, njótum þeirra saman og samkætumst :)

miðvikudagur, september 06, 2006

Sumarið 2006Saumó í Koben :o)

Útskriftarpíur!!!!
Vinna vinna vinna var aðalmálið þetta sumar, þó var ýmislegt gert inn á milli vinnustunda eins og skotið af byssu í fyrsta skipti, reynt við fluguveiðar, lítið var föndrað en e-ð þó. Það var aðeins djammað og mikið brugðið á leik :o)
"Geirmundarball " "Lautarferð " "Kjarrá - djamm"


Síðan var það líklega toppurinn á sumrinu en það var Þjóðhátíð. Þessi elska brást ekki frekar en fyrri daginn og var þetta snilldarferð. Það gekk reyndar allt á afturfótunum í upphafi ferðar en það rættist úr þessu öllu saman og voru allir með sólskinsbros og eplakinnar á mánudegi :o)
Það var líka yndislegt að fá að hitta Kerstin vinkonu mínu sem ég kynntist í danskalandinu.

laugardagur, apríl 22, 2006


Áhyggjulausir vordagar?

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Það virðist vera mér lífsins ómögulegt að fylgjast með sjónvarpsþáttum

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Skíðaskotfimi, alltaf er ég að kynnast nýjum íþróttum og þær verða skemmtilegri og skemmtilegra :)
Ég held að vetraríþróttir séu e-ð fyrir mig: sleðabrun, skíðaskotfimi og krull (eða hvað það er nú aftur kallað) Helling af einhverju sniðugu.


Stuð í hattaelítuhitting
Já svona er það nú. Tilefni þessara færslu eins og áður er að ég er veik. Það þarf nú e-ð að gera í þessu. Þessari veikindarfærslu er lokið og þessu veikindabloggi reyni ég að hætta.

sunnudagur, janúar 29, 2006Ég á svo mikið eftir, ég þarf að fara að taka mig á. 10 lönd búin það er bara 4% af heiminum. Hugsa sér hvað ég á eftir að sjá margt.

föstudagur, janúar 06, 2006

Það sem mig langar til að segja er :
  • Jogginggallar eru hættulegir
  • Það er ferlega leiðinlegt að vera veik

Nýja árið komið, það var ýmislegt bardúsað á því gamla en það nýja verður enn merkilegra :) Það verður spennandi að fylgjast með. Allavegana slóum við mæðgur í gegn á fyrstu klst. þessa nýja árs ( það sést á myndum ) og það er meira á leiðinni.