mánudagur, september 13, 2004

Ég hefði nú betur farið með henni Jóhönnu í spinning í sumar!
Það er þvílík vinna að hjóla og já verkirnir sem fylgja......óæðri endinn var nú ekki upp á sitt besta fyrstu dagana en þetta er allt að koma.

Ég þarf nú að vera duglegri að blogga því ég man ekkert hvað ég geri , þið þekkið mig, minnið ekki upp á sitt besta. Annars er búið að vera nóg að gera og dagarnir ekki nógu langir. Og því er svefntíminn búinn að riðast of mikið. Ég var komin í þennan fína rythma að fara snemma að sofa og vakna snemma mér fannst það bara vera danski mátinn enda er svo mikið myrkur hér á kvöldin að maður sér ekki handa sinna skil.....það er nú kanski smá ýkt en....
Allavegana, ekki nóg með það að það sé nóg að gera þá finnst mér allt svo merkilegt sem ég er að gera að það hálfa væri nóg. En auðvitað er þetta allt ný reynsla og hun er nu oftast nokkuð merkileg. Veit ekki hvort öðrum finnst það en það skiptir nú minnstu.

Á föstudaginn var loksins almennilegt djamm ;) semsagt ég fékk að dansa. Ég gerði nú merkilega lítið af því því ég var að spila svo mikið fóboltaspil var algerlerga húkt! Það var mjög gaman. Og svo kjaftaði á mér hver tuska og ég held bara að Svava hafi verið orðin hrædd um mig...nei ég segi svona en hún nefndi það allvegana um kvöldið og var alveg steinhissa á mér.
Við byrjuðum kvöldið á að við skiptinemarnir hittumst í fælleshusinu en okkur var öllum boðið í afmæli til stelpu sem Kristin kynntist hér fyrst. Það var haldið upp í skóla í kjallaranum en þar er stúdentabarinn sem er opinn á föstudögum frá 12 – 18 sirka og opnar svo á kvöldin aftur.
Úr varð líka þetta fína kvöld en merkilegt hvað var lítið dansað og við erum ekki enn komin yfir það hvað danir dansa mikið í pörum ég hef nú ekkert út á það að setja en já hvert land hefur sína siði!

Á laugardaginn skellti ég mér í heimsókn til hennar Ragnheiðar til Aarhus. Það var hálfgert menningarsjokk, það var svo mikið fólk sem ég sá um leið og ég kom út........ég hef aldrei fengið sona sjokk ekki einu sinni í Köben. Stórundarleg tilfinning en ég komst yfir það fljótlega Við byrjuðum á bæjarrölti en vorum gett duglegar og keyptum næstum ekkert ;)
Um kvöldið var aðeins kíkt út og skoðað bæjarlífið að kveldi til. Þetta var hin ágætasta ferð og skondið að vera ferðast ein í lest. Og það í Danmörku sjáiði til!
Í gær var video kvöld hjá skiptinemunum við hittumst hjá Adriönnu hun býr hér með kærastanum sínum hér á kollegiinu. Hún er spænsk og var hér í skiptinámi fyrir 1 eða 2 árum. Horfðum á danska mynd með enskum texta. Vá hvað það krafðist einbeitingar og erfitt fyrir sjónskerta.

Ég er svo þreytt eftir þessa helgi því að það hefur nú ekki mikið farið fyrir svefninum en hun var góð. En í morgun var ég ekki að höndla neitt og vá hvað mér leið illa. Oj.....!
En ég dreif mig af stað og við fórum í BILKA í fyrsta skipti. Það er góð búð! ó já hellingur að skoða.
En nú er ég að hugsa um að fara að ganga aðeins frá, skella mér í sturtu og fara að sofa. Fyrsti tími í slojd á morgun. Það er spennandi að vita hvort að það sé tími og hvort að við fáum að vera með. Já já það er svaka action hér í sveitinni.





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home