mánudagur, apríl 12, 2004

Nú er páskarnir að líða undir lok en fríið ekki alveg búið. Ég var að plana þvílíkan dag á morgun með krutínu en var alveg búin að gleyma honum Hlyni Geir mínum...uss er það nú frænka...svei mér en já ég er með hann á morgun. Helena minnti mig skemmtilega á það að það eru 19 dagar í brúðkaup, 19 dagar það er ekkert og ég á engin föt! Þannig að ef að hann Hlynur verður ekki veikur á morgun þá förum við e-ð í bæinn.

Þetta frí var mjög vel þegið og ég er alveg endurnærð! Ég var að vinna á laugardaginn ekki nógu mikið að gera þannig að ég borðaði mikið. Hvað á ég að gera...á ég að vinna þarna í sumar???? úff ég veit ekki hvað skal gjöra!!!!!
Kvöldið áður komu í kíkk til mín Stína, Ragnheiður, Jóhanna og Ævar skondin grúbba en ekki slæm :)
Eftir vinnu var bara brunað á líka þessum fína jeppa í bústaðinn þar sem magga frænka og co. ásamt mömmsu og brósa voru. Um kvöldið var dansandi fjör hjá familien en hugurinn leitaði lengra og ég bara skellti mér á ball á Selfossi. Svava(bakkjasys) var í afmæli þar og var á leið á Skímó ball. Þetta er bara að verða páskasiður að fara á skímó ball í sveitinni. Akureyri í fyrra og Selfoss núna.Það var fínt stuðið á Selfossi og ólíklegasta fólk þarna. Þetta litla land er alveg yndislegt! Þessi setning gekk einna mest á milli "Hvað ert þú að gera hér?????" :) gaman að því……
Annars var helgin vel nýtt í afslöppun. Ég var þó dugleg og tók eina góða dagvakt í eldhúsinu á páskadag. Það var lesið, spilað, étið og þó nokkuð kjaftað í síma…..í gærkvöldi kjaftaði ég við kerlu í rúmmlegan klukkutíma. Það er rosalegt þegar við dettum í þetta kjaftastuð en svooooo gaman að tala um bernskubrek….. hvað þýðir þetta orð? ég bara er ekki 100%

Jæja þetta er orðið mjög langt þannig að..... þangað til næst…….:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home