mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt ár.....árið 2005...vá!
Áramótin voru með besta móti í ár......ég gerði miklar upgötvanir á þessum indælisáramótum...miklar spekliresjónir um lífið og tilveruna og framtíðina hjá mér...t.d komst ég að því að ég er nú á mínu tuttugastaogþriðjaaldursári (glögg þar ;)) og að öllum líkindum mun ég útskrifast sem kennari 23 ára! Já ég er svo gömul en samt svo ung...þetta eru erfiðis tímar....
En út í allt aðra sálma...það er svooo æðislegt veður úti núna....alvöru jólasnjór og ekta snjór til að búa til snjókall(a).....Ég tók mér vel minn tíma áðan í að skafa af bílnum því að veðrið var svo æðislegt, kalt en gott :) Ég væri sko VEL til í að fara út núna og gera snjókalla, Já (uppgötvun) og SNJÓHÚS!!! vei vei en því miður er eg ekki alveg nógu klikkuð til að fara ein út um miðnætti að gera snjókalla og snjóhús :( Dreg kanski einhvern út á morgu ;o)
Skólinn er alveg að byrja....það verður gott að byrja á einhverju aftur þetta er ekki alveg minn stíll að vera ekki að vinna og ekki gera neitt....þetta er hrillingur..bjakk!
Reyndar er ég mikið að pæla hvort að það sé búið að leysa upp bekkinnn minn þvi að það er ekki gert ráð fyrir honum í kennsluáætluninni í íslensku og kennarinn svarar ekki póstinum svo að ég veit ekkert.....en það er ekkert vit í þvi að panikka yfir þvi þetta reddast eða þetta á kanski að vera svona...hver veit???? í alvöru veit þetta einhver???? :o)
well well well
Þangað til næst...............


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home