fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Voðalega er ertiftt að vera í tómu húsi rétt eftir að það hefur verið glaumur og gleði á sama stað!
Fiskiveislan mikla var haldin rétt í þessu! Íslenskur fiskur .....aldrei hefur mér þótt steiktur fiskur góður en nú fannst mér það :)
Útlendigarnir voru alveg að missa sig yfir honum og heyrðust unaðarhljóð úr hverju horn, aldrei höfðu þær smakkað annað eins og er ein sem er bara á því að flytja til Íslands, önnur er nu alveg ákeðin að koma til Íslands og allt saman. Íslenski fiskurinn er magnaður! En já ég kemst bara ekki yfir það hvað þeim fannst hann góður. Ég kem nú er mikill matfjölskyldu en aldrei hef ég séð nokkurn mann eins hrifinn af mat. Vá, þetta er svona "you had to be there" dæmi! Merkilegt!
Frönsku stelpurnar komu líka, þær komu í gær, undarlegur tími til að koma en kennararnir þeirra ákváðu þetta svo að þær verða hér des,jan,feb og fara heim í mars. Svo hér er búið að breytast franska í hópinn, reyndar eru ungversku að fara á laugardaginn svo að það skiptist út :)
En þetta var mjög velheppnað kvöld í alla staði held ég , íslenskar, þýskar, austurískar,ungverskar og franskar stelpur samankomnar að borða góðan mat og slúðra um nágrannana :)
Þangað til næst.................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home