sunnudagur, nóvember 07, 2004

Það er búið að vera mikið að gera þessa síðustu daga!
Ég er búin að vera með mikið af orðum fljúgandi um í hausnum á mér sem ég hef viljað deila með ykkur en nei þá er þetta blogg mitt ekki búið að virka sem skildi. Hrumf á það!!!!
En ég er búin að klippa hárið á Kerstin...svona líka fínt....mega þeir trúa því sem vilja...það er smá skarð í greiðslunni en já það er íslenskt og það er þessvegna í tísku því að ísland er alltaf svo framúrskarandi í tísku! það er allavegana sem ég segi hér!!!!!
Ég er líka búin að vera stunda fyrirsætustörf hér á fullu...þetta er mjög kvalarfullt starf og ég hef aldrei á ævinni upplifað annan eins dofa í fæti....Fanden þetta var svakalegt og reyndar mjög fyndið og var það tekið upp á video en það fáið þið ekki að sjá sem betur fer :)
Ég er búin að baka íslenskar pönnukökur hér eins og brjáluð manneskja! gafst upp á þessum þýsku ;) íslenskar eru bestar..mmmmm
Undrehuset var opið á föstudag með jólaþema...jólabjórinn kom í hús og það er merkisdagur hér í DK! Þetta var hið ágætasta kvöld!
Laugardagurinn tekinn í rólegheit og þvinnku á flestum stöðum en ekki mér :) audda ekki!
Bjúti dagur tekinn með stæl og litaði ég augnhár og augabrúnir hægri vinstri!!
Svo var bara video kvöld og kósý.
Í dag var plan sett á messu klukkan 10....en fólkið hér ákvað að sofa í staðinn svo að ég endaði með að bruna af stað ein.....ég nennti svo ekki í messu það er búið að vera svo æðislegt veður að ég verða ða nýta það meðan það varir :) svo það endaði bara með því að ég hjólaði um og tók myndir!
Ég endaði upp í skóla og saumaði einn tilraunabol úr bútum...en hungrið rak mig heim og ég bjó líka til þetta dýrindissalat..alveg komin með gubbu á gömlu brauði ...JAKK!!
Lærði slatta í dönsku, tókum svo góða göngu í næsta bæ og sona :)
Í kvöld horfðum við á part af dönskum þætti þar sem aðalpersónan er íslendingur! Skildi reyndar ekki mikið íslenskuna hans en Elfa...bla man ekki hvað kom fram í einni senu eða svo og talaði dönsk íslensku mjög skemmtilegt. Ég skildi nú samt hvorki upp né niður í þessum þætti en já ágætt samt.
Ritgerðarskil á morgun og fyrsti tími í praktik með unglingunum í samfundsfag. Það verður áhugavert!
Nú er ég að hugsa um að reyna að skipuleggja óreiðuna í kringum mig og fara svo að halla mér á betri hliðina!
Þangað til næst.....................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home