mánudagur, október 11, 2004

Nú er ég ein í kotinu!
Við erum komin í vetrarfrí og Svava og Krissi eru farin til Þýskalands að heimsækja Kristinu.
Ég er búin að panta far til Berlinar á miðvikudaginn þannig að ég mun eyða afmælisdeginum þar :) það verður nýtt og framandi vei! en spurningin hvað ég mun gera með pakkana sem bíða mín upp á skáp ......ég held ég verði að taka einn með mér allvegana ég ætlaði ekki að gera það en Stína gerði mig svooo spennta að ég verð að taka bara stærsta með mér :)

Helgin var fín. Á föstudagskvöldið var skellt sér á underhuset. Við byrjuðum í bekkjarpartý hjá Auði, ágætisbekkur það. Farið var í leiki og svona fínheit :)
Það var nú ekki fjölmennt á barnum og við Svava vorum bara 2 af "okkar hóp" þar, svo að við vorum soldið eins og álfar útúr hól en það rættist úr þessu og endaði nú með því að við fórum seinastar út....sko vel seinastar.....það voru ekki alveg allir á því að fara :)
Þá lentum við í þvi að einhver gaur opnaði hjólið fyrir Svövu og vildi síðan ekki skila lyklunum aftur og ekki gladdi það mig mjög. Og ég tók líka þessa heljarinnar ræðu á drenginn. Og ég var ekkert að æsa mig eða neitt svoleiðis tók bara þessa þekktu "ég er fyrir svo miiiiiiiklum vonbrigðum með þig" ræðu, í henni fólst meðal annars: við erum útlendingar, vitum ekki hvernig þið berið ykkur að hér í Danmörku, ég hélt að danir væru gott fólk en nú veit ég ekki hvað ég á að halda...blabidiblablaal og allt saman mjög sannfærandi og maðurinn var alveg miður sín....Svava tók vel eftir því en hun var samt ekkert að hlusta. Þannig að það endaði vel og við vorum svo samferða "Bælda" gaurnum heim sem reyndist svo ekki vera svo bældur, Svava bauð honum inn, næstum dróg hann inn, en svo var hún bara að spóka sig e-ð, þrífa make upið og svona svo að ég þurfti að snakka við hann en ég var nú ekki alveg á því þar sem ég var að deyja úr þreytu enda þegar þarna var komið var ég búin að vera vakandi í sólarhring :)
En loks fékk ég að sofa og ég held að ég hafi ekki verið buin að loka augunum þegar ég var sofnuð.
Ég var vöknuð um hálf 2 og þá fór ég að pæla e-ð í ferð fyrir familiuna hingað til mín og svo skrapp ég í búðina og vá hvað það er ljúft að geta bara hjólað útí búð, kaupa ost,rjóma og vínflösku og borga fyrir það 68 krónur og geta gert þetta bara when ever :)
svo þegar ég var komin heim þurfti ég að byrja að taka mig til fyrir næsta partý. Og ég og Þurý vorum mættar í partý til Auðar kl. 1800.
Síðan var farið á Halla blá að hlusta á Evu. Eftir það fórum við með hjólin heim og Óttar kom að sækja mig og Svövu. Við tókum rúntinn í Jelling ;) og sóttum svo Krissa hennar Svövu. Þaðan var brunað í gítarpartý og setið í því e-ð fram eftir kvöldi/nóttu.

Í gær fór ég með Hönnu, Elvu og Óttari til Þýskalands að versla. Þetta var hinn fínasti dagur og ég verslaði soldið, ekki mjög mikið en það var aðalega bara drykkjarföng :) Það munar stundum mjög miklu á verðinu og svo munar mjög miklu að sleppa við að bera þetta allt saman ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home