sunnudagur, september 26, 2004

Jæja það er kanski betra að útskýra þessi undarlegu skrif í gær.
Í gær var “Tour de Hojager” sem er svona fylllerí til að hrista kollegið saman.
Og það var skipt í hópa og það eru 6 saman í hóp og það er farið heim til hvers ogeins og verið þar í hálftíma. Hver og einn verður að hafa sitt þema og ég og Svava ákváðum að vera fegurðardrottningar...það liggur nú beinast við ;) ég var ungfrú Ísland 1982 og Svava 1980. Við keyptum okkur kórónur og bjuggum okkur til borða úr pappír og límíðastjörnum. Síðan skreyttum við íbúðina með blöðrum og glitri og svona svaka fínu skrauti .
Ég lenti í svaka fínum hóp og þetta var svaka skemmtilegt.
Við byrjuðum á að fara heim til Mette (eitt af fáu nöfnunum sem ég man) og kærastar hennar. Þá voru 2 hópar saman og þetta var keppni um hver væri drykkjukóngur eða drottning ársins. Og vá þvílíkir drykkir sem voru bornir á borð. Að minnsta kosti 5 staup og mjög margir fjölbreyttir drykkir. Þetta var svakalegt og fólk farið að finna vel á sér og rúmlega það þegar við fórum þaðan. Þurí fékk þann eftirsótta titli að vera versti drykkjurúturinn kemur kanski ekki mikið á óvart þar sem hún drekkur ekki en já og einhver “býfluga” vann keppnina. Þetta hús vann líka þemað og unnu bjórkassa.
Síðan fór mitt lið, lið 2 á næsta stað sem var með þemað “þegar maður er veikur” mjög sérstakt, síðan tók við þemað “tour de Hojager” sniðug hugmynd og mjög skemmtilegt og þar voru endalausar drykkjukeppnir svo þetta var mjög krefjandi staður. Já og ekki má gleyma öllum hinum keppnunum hinum vá, fækka fötum , sprengja blöðru o.s.fr.
Svo heim til mín. Við vissum ekki að það ætti að vera svona svaka prógram svo við vorum ekki svona reddí. En þetta kom bara mjög vel út. Við gáfum þeim Brennivín og harðfisk og kenndum þeim íslenk orð...kom nokkuð vel út. Já við vorum saman aftur 2 hópar það lenti nú bara þannig, þegar minn hópur var nýkomin þá kom Svava með sinn hóp. Sem var bara mjög gott reyndar ekki mikið pláss hér en þröngt mega sáttir sitja og standa og allt það.
Síðan fór lið 2 til Þurýar þar sem var svona bleik og rómantísk stemmning sem endaði í flodebollu slag. Já mjög rómantískt.
Við enduðum síðan í “barnaafmæli hjá 5 ára strák” við fórum í pakkaleik og ég fékk pakka. nokkuð merkilegt ég er nú ekki vön að vinna e-ð svona.
Eftir það var aftur hittingur í Fælles og verðlaunafhending. Hanna fékk sérstök verðlaun, flottasti búningurinn. Mitt lið fékk verðlaun fyrir mesta sleikjuháttinn :) bjórkassi fyrir það. Og svo var það liðið sem skemmti ser mest eða e-ð soleiðis það var liðið sem Kristin og Hanna voru í held ég. Svo auðvitað þemað sem var drykkjukeppnin eins og áður hefur komið fram en runners up þar var “tour de hojager” og western sem þýsku voru með.

Ég kynntist nú nokkrum þarna en ekki man ég nöfnin á þeim flestum. Mér fannst ég lenda bara í nokkuð góðum hóp. Og ég fékk tilboð um að fara að rúnta hér um mitt Jótland í skólafríinu , um stelpu video kvöld og svona sitthvað fleira en ég veit nu ekki hvernig það er nú þegar búið er að renna af þeim. Miðað við sögurnar sem við erum búin að heyra um danina þá eru þeir svo góðir vinir manns þegar þeir eru í glasi en ekki eins mikið daginn eftir. Ætli það sé bara ekki svipað heima??? ég veit ekki.
Þetta kemur allt í ljós og þessar stelpur sem ég talaði við sögðu mér bara að banka upp og ganga á eftir þessu. Ég veit ekki alveg hvernig mer gengur að gera það, þetta kemur allt í ljós.

Þetta er nú komið gott í bili en myndir frá gærdeginum koma inn fljótlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home