þriðjudagur, september 28, 2004

Nýjar myndir!
Loksins kláraði ég að setja inn myndiranar síðan á laugardaginn. Ég stal nokkrum frá Svövu sambýlingi.

Ég þarf aðeins að grobba mig. ég veit ekki hvort að ég er búin að gera það en ef svo er þá geri ég það bara aftur. Í síðasta handavinnu tíma vorum við að vinna með sumavélar og ég þræddi vélina alveg ein...aha spurði engann og Takið eftir ég gerði það rétt í fyrsta. Þetta er bara nokkuð gott fyrir mig...ég er alltaf svo lengi að þessu en ekki í þessari vel....ég þarf að fá mér svona það er alveg á hreinu. Hun er líka geðveikt tæknileg og flott eg kann reyndar ekkert á það :) en það er sama. Ég lærði samt helling á hana í gær. Þá var ég upp í skóla alein í saumastofunni að spóka mig. Var reyndar að klára poka sem við áttum að gera en vá ég þurfti að fikta mikið í vélinni svo ég fengi réttu sporin....e-ð þétt sikk sakk blabidibla. Kom ágætlega nema ég gerði soldið stóra skissu en ég lifi.
Í dag var ég svo að hefla við. Það á að vera rauðvínsflöskustatív en ég lofa engu.
Þetta er nú ekki það einfaldasta fyrir mig allar þessar verkgreinar, þær liggja ekki alveg við mér og þetta er mjög krefjandi skal ég segja ykkur :)

Úff já í gærkvöldi var ég að horfa á "The Passion of the Christ" það tók á. Þetta er mögnuð mynd en tárin runnu og runnu. Það kom svovsem ekkert á óvart og ég var búin að vara viðstadda við. Þetta var samt nokkuð magnað að horfa á mynd á hebresku og textað á dönsku en það var nú í lagi því maður þekkir söguna og textann.

Í gær fór ég í fyrsta sögutímann minn. Skildi nú ekki mikið en ágætur bekkur held ég. Það er íslensk kona í þessum bekk, hun heitir Steinunn og er búin að vera hér í Danmörk í 17 ár.

Kór á eftir, best að fara að hita upp raddböndin...do re mi fa so la diiiiiiiiii


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home