mánudagur, október 18, 2004

Eins og glöggir menn hafa tekið eftir þá er ég komin "heim"!
Berlin var frábær og Magga þessi líka fíni gestgjafi :)
Og ef ég mundi skrifa alla ferðasöguna þá væri þetta margar síður.
Ég var að punkta niður hjá mér á leiðinni heim í lestinni og ég var í 2 tíma :) og það var ekki allur tíminn.
Þetta kemur svona smá inn örugglega....."eins og í Berlín " bladiblabla
Ég gæti samt eflaust talað í klst um þessa ferð svo endilega hafið samband .... ;) þetta var mjög interesant ferð :) hummmm
En allavegana þá verð ég nú að henda inn nokkrum atriðum, eins og sunnudeginum.
Hann byrjaði nú ekki vel. Við sváfum yfir okkur........vekjaraklukkan átti að hringja kl 8 en ekki munum við eftir því....ég var reyndar ekki farin að sofa fyrr en hálf 6...við vorum sko úti að dansa :) allavegana ég vaknaði hvað 9:13 og fékk létt sjokk....lestin mín átti að fara kl:09:44 og við eftir að ferðast í jafnvel 45 mínutur miðað við það sem Robert "húsbróðir" Möggu sagði.
Well við rukum út......og HLUPUM Sko um STRÆTI STÓRBORGAR vá þetta var rosalegt og við vorum komin á stöðina mína um 8 mín í 10 og þá horfðum við á lestina fara í burtu!!!!! EKKI það sem ég vildi en jæja já ekki var mikil gleðin og líka það að ég ætlaði að hitta Kirstin og Kerstin í Hamborg......en þetta reddaðist allt með miðann svo ég tók næstu lest sem fór 2 klst. seinna. Ég þurfti smá tíma að jafna mig því maginn var algerlega komin á hvolf og vá púlsinn kominn ég veit ekki hvert :( skítur maður!!!
Við skoðuðum okkur um smá þarna í kring og fengum okkur að borða það var sko ekki farið langt ;)
Ég tók þessa lest til Hamborg og i henni hafði ég pantað sæti...lenti á móti starara....40 mín stopp...lest til Pedeborg.....fann sæti í reykklefa...tók reyndar ekki eftir því fyrr en seinna en ég var heppin að fás sæti því að gangarnir voru alveg fullir......þetta var svona gamaldagslest með litlum klefum fyrir 6.......skipt - engin bið í Pedeborg .....þar var ég heppin að hafa töskuna mína því ég sat frammi í klukkutíma.....svo í skipt í Fredericia þar þurfti ég að finna út hvaða lest fór til Jelling......og beið smá og vá sú lest var FULLLLLLL það var ekki pláss fyrir neitt....fólk hékk næstum útum gluggana en ég náði á áfangastað svona næstum áfallalausr en þegar ég var að ganga yfir lestarteinana hér í Jelling þá rann ég líka með þessum snilldartöktum.....split hægri snú spigat afturábak :) svona líka fínt í þessari skemmtilu bleytu......og ég held að flottu skórnir mínir séu ónýtir :(.......en eins og ég sagði við Peter nágranna okkar sem var þarna þá var ég bara að láta vita að ég v´ri komin aftur og það er bara ein leið að gera það og það er með stæl!!!!!

Vá þetta er strax orðið gett langt ...úff
en núnar er sturta málið því að það gengur ekki að vera þreyttur alla vikuna og ég í praktik og alles þar sem ég get ekki sagt stakkt orð við börnin...ég skil sumt en vá ég get ekki talað!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home