miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Nú fer nú að styttast í að ég fari heim!
Þessi dvöl mín hér er öll hugsum í köflum og nú er kaflinn með fjölskyldunni lokið og þá fer að huga að heimferðakaflanum ;)
Þau komust loks á leiðarenda með smá útúrdúrum til annarra landa! Nánar tekið þá brunuðu þau yfir eyrarsund...ekkert skrýtið þó að maður sé eins og maður er :)
Þau komust loks hingað í slotið til mín og leist ágætlega á....íbúðin var rúmlega full með öllu þessu fólki :)
Síðan var brunað til Vejle og í heimagistinguna, þar var nú frekar dampt en jábs ákváðum að að væri nú hægt að lifa við þetta í eina nótt. Farið var á Jensens Bofhus og borðað, þjónunstan ekki upp á marga fiska en maturinn ágætur.
Síðan aðeins rölt um miðbæ Vejle og svo brunað bara á gististaðinn þar sem það var komin þreyta í liðið eins og skiljanlegt er.
Ég fór í dönsku daginn eftir en var bara fram að pásu. Pabbi og kári skutluðu mé í skólann um morguninn , ljúft líf! en þeir voru aðeins of lengi að koma sér til baka svo að ekki gat liðið skoðað mikið í bænum.
Ég var sótt, við í BILKA þar misstu sig allir :) gaman að því.
Svo var stefnan tekin á Jelling þar sem þeim langaði að sjá Jelling í birtu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home