mánudagur, apríl 19, 2004

Vííí !!!
Ég held að ég sé loksins búin að koma comment dæminu inn! Svo verður það örugglega dottið út á morgun þannig var það síðast.

Allavegana ég ætlaði að skýra aðeins frá helginni. Það hafa margir verið að pæla í þessu með mig og djammið á Selfossi en bara svo þið vitið það þá er það heitasta plássið núna og þið sem hafið ekki farið eru nú ekki alveg í flokki funky djammara :)
Nei annars var ég að gæsa Helenu frænku um á laugardaginn og Helga vinkona hennar var gæsuð í leiðinni.
Þær vissu ekkert um þetta en dagurinn byrjaði um 11 þegar þeim var hent upp Heiðmörk í ratleik og þar biðu allir eftir þeim eða semsagt allir nema ég. Ég var nottla í vinnunni en ég fékk að fara fyrr um 1. Þegar ég hitti liðið á kaffihúsi um 2 þá voru þær búnar að fara í smáralindina með Helenu í leik þyrlu sem er þarna niðri en það var hennar eina ósk að fá að fara í þyrlu þegar hun yrði gæsuð! Hún tók víst aldrei fram hvernig þyrlu. Þær fóru í listdans á skautum með kennara tóku magaskell eða e-ð svaka stuð þar víst. Þær fóru síðan í fótsnyrtingu og það var svaka næs :)
Eftir það var keila sem ég stóð mig ekkert sérstaklega vel í. Síðan var þeim hent út í BSÍ þær fengu miða í hendurnar. Vissu ekkert hvert þær voru að fara en fengu þessa fínu nestiskörfu með hjartasamlokum og bjór :)
Þær komu síðan á Fossnesti á Selfossi og voru sóttar þangað og brunað með þær heim til Helgu þar sem var étið, drukkið, dansað, drukkið, farið í pottinn, drukkið smá meira. Þetta var svaka fínt. Þegar líða var farið á kvöldið vorum við Birgitta einu sem var e-ð líf í. Svo við bara skelltum okkur á Pakkhúsið. Það var heldur dauft í byrjun en þegar hljómsveitin kom úr pásu varð úr þessi heljarinnar skemmtun. Eftir ball fórum við á pylsuvagninn og þar var mikið búllshittað. Þetta var GETT skemmtilegt alveg frábært ekki orðum lýst :) Vá svo mikið stuð ...híhí okkur var meðal annars boðið í partý í Miðhúsaskógi og liðið var að ferðast um í taxa. Skrýtinír fýr. En nei við fórum ekki með í það, heldur langt að fara :). Síðan endaði kvöldið í lögreglubíl ég held að ég hafi aldrei sest upp í lögreglubíl áður.....já ég held það bara........en er ekki alveg viss! humm????
Svo daginn eftir vöknuðum við í morgunverðarhlaðborð, fórum í sund og heima hjá múttu hennar á Selfossi biðu okkar pizza og kók. Síðan brunað heim í bæinn. Tekin smá ganga til Krutína, það var svo gett veður maður.
Svo var maður á fullu um kvöldið og brjál að gera í dag en vitið það að þetta eru nú bara óþarfa info sem eru ekkert spennó. :)

Vá hvað þessi texti er orðinn langur, greyið þið sem hafið þraukað í gegn og ekkert spennó....híhí.
blabla
Þangað til næst notið góða veðrið í botn!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home