föstudagur, maí 14, 2004

Composer
You are

Hún sabbaló er með helling af svona prófum sem eru mjög góð til að vera á fullu að læra ekki undir próf.
Eitt eftir og það er það leiðinlegasta er ég nokkuð viss um.

Birgitta var hér með krakkana áðan. Það er sko fjör í þeim. O mæ fjörið þau eru alveg rosaleg :) og frábær. Sveiflandi ljósakrónum og sona :)

miðvikudagur, maí 12, 2004

Það eru ekki allir sem fara á Tomma og fá sér svepp í brauði!!!

En það gerði hún Hjördís og naut góða af. :)

Sko það er búið að vera brjálað mikið sem ég hef ætlað að tjá mig um en vegna annríkis og getu.....e-ð man ekki alveg orðið! Ein á leið í íslenskupróf...ahaaaa. Já klára kanski setninguna: þá hef ég ekkert gert.
Ein hugleiðing: Afhverju get ég einbeitt mér best úti??? Er það vegna umhverfisgreindar? Þetta eru stórar spurningar sem skipta engu máli.
Ef einhvern tímann var mál þá er....og ekki manég endann á þessu heldur.
Allavegana farin að rembast við lærdóm.
Þangað til næst verið góð við náungann.............

laugardagur, maí 08, 2004

Sumir svara í síma “HA !!!!!!”

Já ég er sko ekki dugleg að læra og þessar undarlegu draumfarir ætla engan enda að taka. En ég er víst ekki sú eina í þessari stöðu núna. Ég er alltaf að heyra í fólki sem dreymir nótt eftir nótt einhverja tóma steypu!

Umhugsunarvert:
Mér finnst að það ætti að standa í lögum að próf ættu ekki að koma upp á eurovision helgi...............

föstudagur, maí 07, 2004

ojjjj ég vaknaði upp í morgun eftir engan smá vægis draum! Já já ég var stödd aftur í stærðfræðiprófinu. Þetta var samt þannig að þetta próf var daginn eftir, semsagt próf nr. 2. Ég var ekkert búin að læra og spurningarnar voru hræðilegar, um efni sem ég var ekki búin að lesa um! Og þetta var allt svo mikil della. Ég er ennþá í sjokki. Allur bekkurinn var staddur í stærðfræðitíma og það voru einhverjir kennarar úr Smáraskóla komnir í bekkinn og þau voru öll með rugluna!! brbrrrrrrrrrrr BULL.

Allavegana ég fór í kennarabústaðinn hjá Flúðum í gær. Í geimskutluna svokölluðu :)
En þar sem ég er buin að skrópa svona mikið frá lærdómnum er nú málið að fara að hasta sér.

mánudagur, maí 03, 2004

oj ég var búin að bulla þvílíkt og það datt allt :(
en nú bíður lærdómurinn allt of mikið hangs búið að vera í gangi