þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ofvirka blogg publishar sér sjálft, reyndar með smá hjálp frá mér en........
man ekkert hvað var pointið með þessari færslu en ég var að setja inn myndir. Kleinubakstur og aðventukaffi og bætti aðeins í ýmislegt........

Upplýsingar um mat sem er jarðaður í marga mánuði og síðan étin eru vel þegnar!

Þangað til næst..................

Stóðum í stórræðum í gær!!!
Bakaðar kleinur úr 4kg. úr hveiti! Ég fór í Brugsen að leita að öllu hráefninu sem betur fer var Silvia með mér og svo Brugsen strákurinn því annars hefði ég verið þarn í amk. 2 klst og þetta er raunsæistími sem ég er að tala um!


mánudagur, nóvember 29, 2004

Blessaðri kynningunni lokið og hun var svona líka flott að við þurfum ekki að skila inn seinni ritgerðinni :)
Búin að liggja yfir henni alla helgina ásamt því að kíkja í partý/tónleika bæði kvöldin en þar sem að heilsan hefur ekki verið upp sitt besta í síðustu viku þá var maður nú ósköp rólegur og fór bara nokkuð snemma í háttinn!
Mikið prógram í gangi: kleinubakstur, stór skóladagur, skóli, fundur, partý, partý-afmæli, djamm, föndur,matarboð já og sitthvað fleira á döfinni í vikunni.......

Ég þarf að læra að spyrja um verkefnaskil og o.s.fr. án þess að auka við mig verkefnum ef einhver kann það þá er leiðsögn vel þegin..............

Þangað til næst...................

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Voðalega er ertiftt að vera í tómu húsi rétt eftir að það hefur verið glaumur og gleði á sama stað!
Fiskiveislan mikla var haldin rétt í þessu! Íslenskur fiskur .....aldrei hefur mér þótt steiktur fiskur góður en nú fannst mér það :)
Útlendigarnir voru alveg að missa sig yfir honum og heyrðust unaðarhljóð úr hverju horn, aldrei höfðu þær smakkað annað eins og er ein sem er bara á því að flytja til Íslands, önnur er nu alveg ákeðin að koma til Íslands og allt saman. Íslenski fiskurinn er magnaður! En já ég kemst bara ekki yfir það hvað þeim fannst hann góður. Ég kem nú er mikill matfjölskyldu en aldrei hef ég séð nokkurn mann eins hrifinn af mat. Vá, þetta er svona "you had to be there" dæmi! Merkilegt!
Frönsku stelpurnar komu líka, þær komu í gær, undarlegur tími til að koma en kennararnir þeirra ákváðu þetta svo að þær verða hér des,jan,feb og fara heim í mars. Svo hér er búið að breytast franska í hópinn, reyndar eru ungversku að fara á laugardaginn svo að það skiptist út :)
En þetta var mjög velheppnað kvöld í alla staði held ég , íslenskar, þýskar, austurískar,ungverskar og franskar stelpur samankomnar að borða góðan mat og slúðra um nágrannana :)
Þangað til næst.................

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Jáhá ég var að blogga áðan ýtti á einhvern vitlausan takka og allt hvarf...bömmer! svo ég ákvað að skrifa þetta upp í word. Þetta eru 1200 ord = 2bls þétt skrifað. Ég var að skrifa um síðustu helgi þegar fjölskyldan var hér. Ákvað að setja það ekki inn þar sem þetta er eflaust ekki sekmmtileg lesning.Upptalning á endalausum hlutum. En í heild var þetta æðisleg helgi og ég var litla prinsessan :) Mjög ljúft. TAKK FYRIR MIG.
Já og drap næstum einn hjólreiðamann......
Þangað til næst......


Nú fer nú að styttast í að ég fari heim!
Þessi dvöl mín hér er öll hugsum í köflum og nú er kaflinn með fjölskyldunni lokið og þá fer að huga að heimferðakaflanum ;)
Þau komust loks á leiðarenda með smá útúrdúrum til annarra landa! Nánar tekið þá brunuðu þau yfir eyrarsund...ekkert skrýtið þó að maður sé eins og maður er :)
Þau komust loks hingað í slotið til mín og leist ágætlega á....íbúðin var rúmlega full með öllu þessu fólki :)
Síðan var brunað til Vejle og í heimagistinguna, þar var nú frekar dampt en jábs ákváðum að að væri nú hægt að lifa við þetta í eina nótt. Farið var á Jensens Bofhus og borðað, þjónunstan ekki upp á marga fiska en maturinn ágætur.
Síðan aðeins rölt um miðbæ Vejle og svo brunað bara á gististaðinn þar sem það var komin þreyta í liðið eins og skiljanlegt er.
Ég fór í dönsku daginn eftir en var bara fram að pásu. Pabbi og kári skutluðu mé í skólann um morguninn , ljúft líf! en þeir voru aðeins of lengi að koma sér til baka svo að ekki gat liðið skoðað mikið í bænum.
Ég var sótt, við í BILKA þar misstu sig allir :) gaman að því.
Svo var stefnan tekin á Jelling þar sem þeim langaði að sjá Jelling í birtu.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Fyrsti snjórinn kominn í DK!
Þetta er nú ekki mikið til að tala um...allavegana ekki eins og er. Það var eiginlega bara að byrja ,kom ögn í dag en hvarf strax, nú er svona jólasnjór!
Fjölskyldan á leiðinni einhversstaðar það er allavegana komin 3 klst. seinkun á þau en þeim tókst að villast um leið..skemmtilegt það og ekki nóg með það þá voru þau á vitlausum bíl til að byrja með svo að þau þurftu að snúa við til að fá rétta bílinn. Þetta er stórkostlegt lið.
Þangað til næst...............

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Á morgun kemur famílían..... :)
Fór síðasta föstudag til Koben og hitti Kristinn og Birgittu! Það var ljúft.....krassaði líka svona inn í brúðkaupsferðina...so be aware of me!!!
Ég var lítill prinsessa í einn sólarhring!! Ekki leiðinlegt það ;) Fórum í tívólið. ÉG fór í RÚSSIBANANN!!!! vá þvílíkt...ég hef aldrei farið í svona sem fer á hvolf!!!! Og by the way, við vorum fremst!! Borðuðum á Kaaaafffi tóóómatsósu...... mjög gott en svaka fínt ;)
Fórum í smá búðaráp á laugardeginum....gerðum næstum útaf við Kristinn..Úps!
Svo lestaði ég mér heim, Novemberfestin beið mín. Svaka fínt ball í skólanum. Ég tók minn tíma í að gera mig til, það var ljúft :)
Ég gleymdi aðeins að borða svo að já ég var í stuði. Stoppaði ekki svo lengi við og fór bara heim að sofa! Ég var bara ekki að höndla loftlausa underhuset.
Sunnudagurinn fór í FRIENDS.....ú ég á svo góðan frænda hann kom með 2 seríur fyrir mig til að horfa á og ég er nú komin ansi langt með þær :)
Svo að nú er tími til að skella þætti í tölvuna ;)
Þangað til næst........

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Vika í innrásin stóru sem verður lengi haft í manna minnum!!!!
Kristinn og Birgitta eru lent. Já nu er komið að brúðkaupsferðinni þeirra og Hjördís lætur sig ekki vanta í hana... má sko ekki missa af neinu og verð að vera allt í öllu.
Nei kanski ekki alveg en ég ætla samt að fara að hitta þau á morgun aðeins að rifja upp hvernig þau líta út. :) Ég hlakka mikið til........
Kerla á afmæli í dag....svo til lukku með það!
Jæja það þýðir ekkert að draga þetta lengur, verð að fara að koma einhverju af viti niðrá blað fyrir blessaðan skólann.
Þangað til næst.............

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Það er búið að vera mikið að gera þessa síðustu daga!
Ég er búin að vera með mikið af orðum fljúgandi um í hausnum á mér sem ég hef viljað deila með ykkur en nei þá er þetta blogg mitt ekki búið að virka sem skildi. Hrumf á það!!!!
En ég er búin að klippa hárið á Kerstin...svona líka fínt....mega þeir trúa því sem vilja...það er smá skarð í greiðslunni en já það er íslenskt og það er þessvegna í tísku því að ísland er alltaf svo framúrskarandi í tísku! það er allavegana sem ég segi hér!!!!!
Ég er líka búin að vera stunda fyrirsætustörf hér á fullu...þetta er mjög kvalarfullt starf og ég hef aldrei á ævinni upplifað annan eins dofa í fæti....Fanden þetta var svakalegt og reyndar mjög fyndið og var það tekið upp á video en það fáið þið ekki að sjá sem betur fer :)
Ég er búin að baka íslenskar pönnukökur hér eins og brjáluð manneskja! gafst upp á þessum þýsku ;) íslenskar eru bestar..mmmmm
Undrehuset var opið á föstudag með jólaþema...jólabjórinn kom í hús og það er merkisdagur hér í DK! Þetta var hið ágætasta kvöld!
Laugardagurinn tekinn í rólegheit og þvinnku á flestum stöðum en ekki mér :) audda ekki!
Bjúti dagur tekinn með stæl og litaði ég augnhár og augabrúnir hægri vinstri!!
Svo var bara video kvöld og kósý.
Í dag var plan sett á messu klukkan 10....en fólkið hér ákvað að sofa í staðinn svo að ég endaði með að bruna af stað ein.....ég nennti svo ekki í messu það er búið að vera svo æðislegt veður að ég verða ða nýta það meðan það varir :) svo það endaði bara með því að ég hjólaði um og tók myndir!
Ég endaði upp í skóla og saumaði einn tilraunabol úr bútum...en hungrið rak mig heim og ég bjó líka til þetta dýrindissalat..alveg komin með gubbu á gömlu brauði ...JAKK!!
Lærði slatta í dönsku, tókum svo góða göngu í næsta bæ og sona :)
Í kvöld horfðum við á part af dönskum þætti þar sem aðalpersónan er íslendingur! Skildi reyndar ekki mikið íslenskuna hans en Elfa...bla man ekki hvað kom fram í einni senu eða svo og talaði dönsk íslensku mjög skemmtilegt. Ég skildi nú samt hvorki upp né niður í þessum þætti en já ágætt samt.
Ritgerðarskil á morgun og fyrsti tími í praktik með unglingunum í samfundsfag. Það verður áhugavert!
Nú er ég að hugsa um að reyna að skipuleggja óreiðuna í kringum mig og fara svo að halla mér á betri hliðina!
Þangað til næst.....................

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ég er enn á lífi en ég er bara búin að vera á farandsfæti og nóg að gera svosem svo að bloggið hefur nú e-ð farið fyrir ofan garð og neðan (því miður, því að þetta er ágætis minnispunktar fyrir mig þegar ég held svona blogg :) )
Fór t.d. til Koben til á sunnudag, Kolding í gær og Torring og Vejle í dag. Svava er búin að vera á bílaleigubíl sem foreldrar hennar leigðu í viku. Svo það er búin að vera svaka lúxus á okkur :) En morgun þarf að skila bílnum :( en hið ljúfa líf getur því miður ekki varað endalaust.

Og svo er bara byrjað að gjósa á Íslandi og kennarar víst ekki nógu sáttir með samningana óg ég bara hér í og er að reyna að halda mér inní en það gengur reyndar ekkert svaka vel....er ekki mjög dugleg að lesa vísir og mbl. Það virðist sem að ég sé miklu meira fyrir að fylgast með slúðri og fréttum frá vinum og vandamönnum.......

Þangað til næst........................