föstudagur, janúar 28, 2005

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Setning mánaðarins er: Sem betur fer er smekkur manna misjafn!

Gott að hafa þessa setningu í huga t.d. þegar horft er á idol og fleiri góða þætti.
Gyðjan er ekki með mér og ég hef litla þörf fyrir að tjá mig en ég vil endilega ekki hafa vonbrigði mín blasa við öllum dag eftir dag Þó vil ég þakka hlýjan hug við síðustu færslu en áhyggjur eru óþarfar.










þriðjudagur, janúar 25, 2005

Vonbrigði dagsins!!!!
Ég get ekki gefið blóð......................................................

sunnudagur, janúar 23, 2005

Elítupartý í gær singstar hjá kerlu í kvöld!!!!
Það er á hreinu að söngæði er að gera útaf við þjóðina!
Þetta er búin að vera fínasta helgi fyrir utan slappleika hjá mér enda flensan með yfirhöndina í síðustu viku.
Stína skellti sér með mér í gær horfði á idol og skellti sér heim í fyrra lagi heim enda átti að mæta í tíma kl.8 í morgun. Krutína kíkti smá, var sá öðlingur að keyra okkur í bæinn, við vorum sko í sveitninn Mosó. Ég og Katrín byrjuðum á Gauknum, síðan var Hressó að hitta elítur og fylgdarlið, hitti jóhönnu og Steina þar, síðan var tekið smá flakk milli staða.
Tók taxa heim í fyrsta skipti í langan langan tíma en það var nú ekki svo dýrt, 1500 kr. er það nokkuð svo svakalegt????
smá update lokið
þangað til næst............

föstudagur, janúar 14, 2005

Skólinn komið á fullt þó að lesturinn sé ekki alveg á sömu braut :(
Fjárfesti í fyrsta lesefninu í dag og eyddi þar rúmlega 4000 ísl. krónum og þetta voru bara greinahefti, eitt reyndar bundið inn en þetta er bara forsmekkurinn.
Er líka aðeins byrjuð að vinna svo að allt er að fara í sama farið eins og "Before Jelling" þó að ég se kanski ekki alveg sú sama með þessa reynslu í farteskinu :)
Idol-hittingur í kvöld og svo langar mig kanski kíkja á ó/menninguna í miðbæ Reykjavíkur en við sjáum til hvernig þetta **** ***** fólk verður ;)
Það er enginn "gyðja" yfir mér svo
Þangað til næst............

mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt ár.....árið 2005...vá!
Áramótin voru með besta móti í ár......ég gerði miklar upgötvanir á þessum indælisáramótum...miklar spekliresjónir um lífið og tilveruna og framtíðina hjá mér...t.d komst ég að því að ég er nú á mínu tuttugastaogþriðjaaldursári (glögg þar ;)) og að öllum líkindum mun ég útskrifast sem kennari 23 ára! Já ég er svo gömul en samt svo ung...þetta eru erfiðis tímar....
En út í allt aðra sálma...það er svooo æðislegt veður úti núna....alvöru jólasnjór og ekta snjór til að búa til snjókall(a).....Ég tók mér vel minn tíma áðan í að skafa af bílnum því að veðrið var svo æðislegt, kalt en gott :) Ég væri sko VEL til í að fara út núna og gera snjókalla, Já (uppgötvun) og SNJÓHÚS!!! vei vei en því miður er eg ekki alveg nógu klikkuð til að fara ein út um miðnætti að gera snjókalla og snjóhús :( Dreg kanski einhvern út á morgu ;o)
Skólinn er alveg að byrja....það verður gott að byrja á einhverju aftur þetta er ekki alveg minn stíll að vera ekki að vinna og ekki gera neitt....þetta er hrillingur..bjakk!
Reyndar er ég mikið að pæla hvort að það sé búið að leysa upp bekkinnn minn þvi að það er ekki gert ráð fyrir honum í kennsluáætluninni í íslensku og kennarinn svarar ekki póstinum svo að ég veit ekkert.....en það er ekkert vit í þvi að panikka yfir þvi þetta reddast eða þetta á kanski að vera svona...hver veit???? í alvöru veit þetta einhver???? :o)
well well well
Þangað til næst...............