fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ætti maður að fara að taka upp reykingar í prófum?????
Það virðist vera virt aðferð á samfélaginu.
Ég er svokallaður súrefnisfíkill í prófum en það er mjög erfitt að standa bara úti og gera ekki neitt.
Þið segið eflaust að það sé alltaf hægt að fara í göngutúr. Það er eflaust rétt hjá ykkur en 5 mínútur í göngutúr er of lítið að mínu mati og mér finnst það bara frekar leim að ganga að enda bílastæðisins og til baka!
Ég ætti kanski að fara að leggja alltaf langt í burtu og passa mig svo á því að hafa nóg af hlutum sem ég get farið eftir út í bíl........Það er pæling!!!!!!

sunnudagur, apríl 24, 2005

Nú fer að styttast í prófin og allt að gerast!
Ég lifi í gegnum Kerlu þessa dagana en það er ágætt að það er mikið að gerast hjá einhverjum meðan aðriir reyna að halda sér vakandi yfir bókunum.
Ég á enn eftir að klára eitt verkefni (fyrir utan möppuna í silfrinu) en er að bíða eftir svari við spurningum sem ég sendi út og því er ég að reyna að nýta tímann að undirbúa mig fyrir próf, það er ekki að ganga neitt of vel skal ég ykkur segja.
Dagurinn í dag er búin að fara í vitleysu :( ........mér sýnist ég ekki ná settu markmiði dagsins og ekki hjálpar það að bulla hérna inn.
Planið er skúti á morgun ef e-ð á að gerast og svo er mikil vinna í silfrinu og fer allavegana allur þriðjudagurinn í það.
Þangað til næst ................................

föstudagur, apríl 15, 2005

Draumfarir eru að fara með mig þessa dagana!
Ég vakna upp þreyttari en þegar ég fór að sofa. Þessir draumar eru ekkert að gera gott að mínu mati. Í draumanum er ég orðin komin í einhverja svaka löggusveit.....ég hef aldrei upplifað svona drauma, ég fer í teygjustökk og í draumi er mig að dreyma fyrir dauða fóks sem ég þekki. Þetta er hrikalegt og ætli þetta þýði að ég sé á slæmum stað eða hvað???
Ég þarfnast greiningar

mánudagur, apríl 04, 2005

Bloggleysi
Það er nú bara þannig að ég hef ekki mikið að segja sem er blogghæft og þeir sem eru að fylgjast með á þessari síðu ættu nú að vera svona aðeins í þessu flestu sem er að gerast hjá mér.

Reyndar gaman að segja frá því að það er komin splunkuný skvísa í hópinn! Kerludóttir var 13 og hálf mörk og 49 cm. Algjör snúlla og ég er ferlega fúl yfir þvi að vera með vott af flensu svo að ekki má ég sjá hana fyrr en einhvern tímann seint og síðar meir. Er reyndar búin að sjá hana einu sinni þá var hun bara um 10 klst gömul ;) og ég fékk að taka myndir og allt svo að ég get bara skoðað þær þangað til ég losa mig við þetta vesen.

Þangað til næst.........
Hjördís Ýr