þriðjudagur, október 26, 2004

Loksins komnar inn Berlínar myndir og fleiri afmælismyndir ;) en afmælinu mínu lauk formlega á síðasta sunnudagsmorgun og þessa 9 eða 10 daga var næstum e-ð afmælis afmælis :) pakki matur kaffi kveðja og söngur...svaka stuð....eg er buin að fá helling að fínum pökkum skal ég segja ykkur..... Takk fyrir mig :)

mánudagur, október 25, 2004

Ég fékk mjög skemmtilega spurningu í morgun frá 2 stelpum í bekknum mínum í Asgard: "býrðu rétt hjá jólamanninum"? mjög skemmtilegt en ég var samt ekki alveg viss hvað ég átti að segja en ég sagði að það væri nú ekki svo langt í hann :)

fimmtudagur, október 21, 2004

Í gær þreif ég vaksahúsið var í 2 tíma að því. Þetta var þvílíkt skítugt. OJ. Minn tími á sameign en mínir grannar voru ekki heima svo ég ákvað að gera bara minn part.
Við erum byrjaðar á ritgerðinni okkar. Svaka stuð.
Ég var svaka stolt að mér um daginn ég var að kenna stærðfræði á dönsku. Já mín uppáhaldsfög ;)
Í kvöld eldaði ég grjónagraut fyrir þýsku og íslensku. Þurý kom færandi hendi með lifrapylsu :) mmmmmm svaka fínt.
Er mjög þreytt núna en ég fæ að sofa aðeins lengur á morgun. Það er ekki danska fyrr en kl.10 :) og vonandi verður busy dagur á morgun allavegana er planið þannig ;) vejle,underhuset, halli blái, make up,spila, underhuset. Ég er nú ekki mikið bjartsýn á að þetta plan haldist en það má alltaf halda í vonina! :)

Já ekki má gleyma því að í dag kom John færandi hendi. Kom með bunka af geisladiskum fyrir Svövu að kópera :) Fyrsti daninn sem bankar uppá hjá okkur tja já fyrir utan húsvörð og svona :)

Þangað til næst..........................

þriðjudagur, október 19, 2004

Ég verð nú aðeina að segja frá afmælisvikunni minni. :)
Ég get nú eiginlega sagt að hun hafi byrjað á miðvikudaginn 13. því þá flaug ég til Berlin og það var nú afmælisgjöfin mín frá mér og ma og pa.
Afmælidaginn sjálfan fékk ég 3 pakka, afmælikaffi og söng.
Föstudagurinn svaka stórt partý í WG´inu hennar möggu útflutnings og afmælispartý og þar sem ég átti afmæli daginn áður þá ákváðum við að þetta væri líka afmælispartýið mitt ;)
Laugardagurinn – afmæliskvöldmaturinn.
sunnudagurinn- kom heim og opnaði 3 fleiri pakka.
mánudagur- Krisitn og Kerstin komu og sungu afmælissönginn á þýsku og gáfu mér gett flott plakat með myndum af okkur öllum. Er búin að taka mynd af því á bara eftir að setja inn.
Þriðjudagur- K&K buðu mér í afmælispizzu og svo fekk ég súkkulaðibúðing með kertum.
Það er spurning hvort að það verður e-ð á morgun ;) en annars ætla ég nú að hafa svona semi afmælispartý á laugardaginn allir eru búnir að vera svo góðir að maður verður nú að bjóða upp á eitthvað :)

Það er greinilega ekki slæmt að eiga afmæli í útlöndum ;)

mánudagur, október 18, 2004

Eins og glöggir menn hafa tekið eftir þá er ég komin "heim"!
Berlin var frábær og Magga þessi líka fíni gestgjafi :)
Og ef ég mundi skrifa alla ferðasöguna þá væri þetta margar síður.
Ég var að punkta niður hjá mér á leiðinni heim í lestinni og ég var í 2 tíma :) og það var ekki allur tíminn.
Þetta kemur svona smá inn örugglega....."eins og í Berlín " bladiblabla
Ég gæti samt eflaust talað í klst um þessa ferð svo endilega hafið samband .... ;) þetta var mjög interesant ferð :) hummmm
En allavegana þá verð ég nú að henda inn nokkrum atriðum, eins og sunnudeginum.
Hann byrjaði nú ekki vel. Við sváfum yfir okkur........vekjaraklukkan átti að hringja kl 8 en ekki munum við eftir því....ég var reyndar ekki farin að sofa fyrr en hálf 6...við vorum sko úti að dansa :) allavegana ég vaknaði hvað 9:13 og fékk létt sjokk....lestin mín átti að fara kl:09:44 og við eftir að ferðast í jafnvel 45 mínutur miðað við það sem Robert "húsbróðir" Möggu sagði.
Well við rukum út......og HLUPUM Sko um STRÆTI STÓRBORGAR vá þetta var rosalegt og við vorum komin á stöðina mína um 8 mín í 10 og þá horfðum við á lestina fara í burtu!!!!! EKKI það sem ég vildi en jæja já ekki var mikil gleðin og líka það að ég ætlaði að hitta Kirstin og Kerstin í Hamborg......en þetta reddaðist allt með miðann svo ég tók næstu lest sem fór 2 klst. seinna. Ég þurfti smá tíma að jafna mig því maginn var algerlega komin á hvolf og vá púlsinn kominn ég veit ekki hvert :( skítur maður!!!
Við skoðuðum okkur um smá þarna í kring og fengum okkur að borða það var sko ekki farið langt ;)
Ég tók þessa lest til Hamborg og i henni hafði ég pantað sæti...lenti á móti starara....40 mín stopp...lest til Pedeborg.....fann sæti í reykklefa...tók reyndar ekki eftir því fyrr en seinna en ég var heppin að fás sæti því að gangarnir voru alveg fullir......þetta var svona gamaldagslest með litlum klefum fyrir 6.......skipt - engin bið í Pedeborg .....þar var ég heppin að hafa töskuna mína því ég sat frammi í klukkutíma.....svo í skipt í Fredericia þar þurfti ég að finna út hvaða lest fór til Jelling......og beið smá og vá sú lest var FULLLLLLL það var ekki pláss fyrir neitt....fólk hékk næstum útum gluggana en ég náði á áfangastað svona næstum áfallalausr en þegar ég var að ganga yfir lestarteinana hér í Jelling þá rann ég líka með þessum snilldartöktum.....split hægri snú spigat afturábak :) svona líka fínt í þessari skemmtilu bleytu......og ég held að flottu skórnir mínir séu ónýtir :(.......en eins og ég sagði við Peter nágranna okkar sem var þarna þá var ég bara að láta vita að ég v´ri komin aftur og það er bara ein leið að gera það og það er með stæl!!!!!

Vá þetta er strax orðið gett langt ...úff
en núnar er sturta málið því að það gengur ekki að vera þreyttur alla vikuna og ég í praktik og alles þar sem ég get ekki sagt stakkt orð við börnin...ég skil sumt en vá ég get ekki talað!!!

sunnudagur, október 17, 2004

Ég er feginn ef sá orðrómur er réttur að það eigi að banna reykingar á fleiri stöðum á Íslandi.
Ég er búinn að fá rúmlega minn skammt af sígarettureyk fyrir lífstíð.
Mér er illt í lungunum.

Pínulítill loftlaus lestarklefi með 6 manns og fólk að reykja!!!!!

Ég er súrefnisfíkill

miðvikudagur, október 13, 2004

Tuttuguogtveggjaáraámorgun..............
Var að klára að pakka fyrir Berlin og ég er orðin svaka spennt :)
Ég er nú ekki búin að ná að gera helmingin af því sem ég ætlaði að gera í vetrarfríinu en ég klára þetta í næstu viku ;)
Ég byrja í praktik á mánudag eða áheyrn hér í Ásgarði (svo ég íslenki nú allt) og þá verð ég bara að skipuleggja mig vel.
Þangað til næst...............


mánudagur, október 11, 2004

Nú er ég ein í kotinu!
Við erum komin í vetrarfrí og Svava og Krissi eru farin til Þýskalands að heimsækja Kristinu.
Ég er búin að panta far til Berlinar á miðvikudaginn þannig að ég mun eyða afmælisdeginum þar :) það verður nýtt og framandi vei! en spurningin hvað ég mun gera með pakkana sem bíða mín upp á skáp ......ég held ég verði að taka einn með mér allvegana ég ætlaði ekki að gera það en Stína gerði mig svooo spennta að ég verð að taka bara stærsta með mér :)

Helgin var fín. Á föstudagskvöldið var skellt sér á underhuset. Við byrjuðum í bekkjarpartý hjá Auði, ágætisbekkur það. Farið var í leiki og svona fínheit :)
Það var nú ekki fjölmennt á barnum og við Svava vorum bara 2 af "okkar hóp" þar, svo að við vorum soldið eins og álfar útúr hól en það rættist úr þessu og endaði nú með því að við fórum seinastar út....sko vel seinastar.....það voru ekki alveg allir á því að fara :)
Þá lentum við í þvi að einhver gaur opnaði hjólið fyrir Svövu og vildi síðan ekki skila lyklunum aftur og ekki gladdi það mig mjög. Og ég tók líka þessa heljarinnar ræðu á drenginn. Og ég var ekkert að æsa mig eða neitt svoleiðis tók bara þessa þekktu "ég er fyrir svo miiiiiiiklum vonbrigðum með þig" ræðu, í henni fólst meðal annars: við erum útlendingar, vitum ekki hvernig þið berið ykkur að hér í Danmörku, ég hélt að danir væru gott fólk en nú veit ég ekki hvað ég á að halda...blabidiblablaal og allt saman mjög sannfærandi og maðurinn var alveg miður sín....Svava tók vel eftir því en hun var samt ekkert að hlusta. Þannig að það endaði vel og við vorum svo samferða "Bælda" gaurnum heim sem reyndist svo ekki vera svo bældur, Svava bauð honum inn, næstum dróg hann inn, en svo var hún bara að spóka sig e-ð, þrífa make upið og svona svo að ég þurfti að snakka við hann en ég var nú ekki alveg á því þar sem ég var að deyja úr þreytu enda þegar þarna var komið var ég búin að vera vakandi í sólarhring :)
En loks fékk ég að sofa og ég held að ég hafi ekki verið buin að loka augunum þegar ég var sofnuð.
Ég var vöknuð um hálf 2 og þá fór ég að pæla e-ð í ferð fyrir familiuna hingað til mín og svo skrapp ég í búðina og vá hvað það er ljúft að geta bara hjólað útí búð, kaupa ost,rjóma og vínflösku og borga fyrir það 68 krónur og geta gert þetta bara when ever :)
svo þegar ég var komin heim þurfti ég að byrja að taka mig til fyrir næsta partý. Og ég og Þurý vorum mættar í partý til Auðar kl. 1800.
Síðan var farið á Halla blá að hlusta á Evu. Eftir það fórum við með hjólin heim og Óttar kom að sækja mig og Svövu. Við tókum rúntinn í Jelling ;) og sóttum svo Krissa hennar Svövu. Þaðan var brunað í gítarpartý og setið í því e-ð fram eftir kvöldi/nóttu.

Í gær fór ég með Hönnu, Elvu og Óttari til Þýskalands að versla. Þetta var hinn fínasti dagur og ég verslaði soldið, ekki mjög mikið en það var aðalega bara drykkjarföng :) Það munar stundum mjög miklu á verðinu og svo munar mjög miklu að sleppa við að bera þetta allt saman ;)

föstudagur, október 08, 2004

Jæja dönskunámskeiði í morgun var einmannalegt.
Við mættum bara 6 en enduðum tímann á að vera bara fjórar.
Svo var óvenju stutt stopp í Vejle en það er ágætt því að ég má forðast búðir það sem eftir lifir af þessum mánuði. Og það er nú ekki mikið búið af honum.
Ég er að reyna að finna mér ferð til Berlinar að hitta möggu. Ég er sko komin í vetrarfrí og´ef þið eruð búin að gleyma þá á ég afmæli næsta fimmtudag og ég ætla nú ekki að eyða honum ein í Jelling ...eða ég vona ekki. Þannig að best að fara að hasta sér að finna ferð til Berlin :)

En það eru komnar nýjar myndir og fleiri á leiðinni fljótlega!

þriðjudagur, október 05, 2004

Menningarferð til Kongsens Kobenhafn lokið. Skoðuðum menningu og ómenningu stórborgarinnar ;)
Er alveg eftir mig eftir blogglestur kvöldsins, erfitt að ná upp svona mörgum dögum, þó að sumir mættu vera duglegri.
Þess vegna verður ekki mikið skrifað mikið hér í kvöld. Planið er sturta og hoppa upp í og jafnvel að maður skelli friends í tölvuna ;) vei vei ég fékk lánaða seríu af friends svo að nú er lífið aldeilis á leið uppávið hér í Jelling :)
Þangað til næst kveður Hjördís sem tók lagið á Sams bar í Koben!