sunnudagur, desember 26, 2004

Gleðileg jól!
Gleðileg jól allir saman svo......
Já langt síðan ég hef bloggað síðast, það eru líkur á að það verði þannig hér eftir þar sem að ég er komin heim :) bitter sweet
Því miður komust jólakortin ekki út í ár, Því miður...ég vona að þetta sé ekki að verða slæmur vani, annað árið í röð..ussss.....er það kanksi orðin 3 ár?? hummm nei ég held bara 2 :)
Síðustu dagarnir í DK voru æði :) oh já bara draumur :) en það er líka gott að vera heima....
Jólin góð og vá það voru bara margir pakkar í ár ;) en pakkarnir mínir vöktu lukku.....ég stofnaði hljómsveit með ungunum "mínum" í Engihjallanum. 4 gítarar, hljómborð, trommur og 2 mic. Börnin mjög glöð en foreldrarnir ekki mjög ;)
Þangað til næst...................

mánudagur, desember 13, 2004

Það er ljúft að geta skellt sér í partý í smá tíma svona aðeins til að hífa mann upp í að halda áfram að pakka.

Julefrokost er að gera allt brjálað hér í DK. Og ég gær var okkar hér í kollegiinu, góð skemmtun. Ég fékk það hlutverk að hita upp aðalréttinn og gera hann til :) jebbs og Kristin þýska var með mér, gott að útlendingarnir enda í því að gera týpiska jólamat dana tilbúinn. Sem betur fer var Peter "kjúlli" með okkur svo að hann gat aðeins sagt okkur til.

Annars er allt á fullu þessa dagana og ekki langt í það að ég komi heim. Aðeins 3 nætur eftir í Jelling. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það :( :)

Þangað til næst........................

mánudagur, desember 06, 2004

well well well.......
Skellti mér til Aarhus á laugardaginn. Fór með Ragnheiði og Gunna á julefrokost, það var hin ágætasta skemmtun! Keypti nokkrar jólagjafir en eyddi mestum tíma í HM og ég á eftir að sakna þessara búða...ég get alltaf fundið e-ð sem mig langar í sem er kanski ekki of gott en........... takk fyrir mig!
Jólatónleikar á morgun og þá læt ég sko ljós mitt skína ....huhumm!
Það gæti verið að þetta sé síðasta kvöldið sem ég er með netið sem er ekkert of gott þar sem að ég þarf mikið að vesenast áður en ég fer heim.....samskip,bíll,koben,malmö o.s.fr.
Þá þarf ég bara að hjóla upp í skóla og vesenast þar.........ekki málið ;)

Ups, nú er harði diskurinn á tölvunni minni að fyllast...ég held allavegana að það sé það sem greyið sé að segja mér.......

Þangað til næst................................

fimmtudagur, desember 02, 2004

NAUTN!!!!
AÐ sitja og hlusta á jólalög og borða ÍSLENSKT NAMMMMMI :)

Frábært partý í gær :) Lukkaðist mjög vel. Var komin heim fyrir eitt aldeilsi fínt. Búin að vera í partýi síðan 2. Við byrjuðum klukkan 3 að borða. Smakkaði jólaglögg, svo að nú get ég strokað það útaf listanum ;) tjékk!
Sviðahausinn vakti mikla lukku og voru tekinn fjöldinn allur af myndum...fórum sér ferð til Peter, nágranna okkar með hausinn því að hann hefur aldrei séð neitt ógeðslegra en sviðahaus...og hann er að læra að verða hjúkka.
Já fyrst ég nefni Peter þá voru alveg 3 strákar sem stoppuðu e-ð við í partýi hjá okkur í gær og báru þeir allir nafnið Peter, gaman að því ;)
Jæja best að fara að undibúa e-ð fyrir þetta blessaða munnlega próf á morgun. Ég verð að vera dugleg annars má ég ekki fara á tónleika í Vejle í kvöld :(