mánudagur, febrúar 21, 2005

Tannlæknar!!!!
Það er nú merkilegur þjóðflokkur. Tannsinn minn er orðinn svo svaðalega tæknilegur að sá tími sem ég eyði í stólnum fer rúmlega helmingur hans í tæknivandræði. Já og ekki má gleyma verðinu, það liggur við að ég þurfi að selja líffæri til að geta borgað blessuninni. EN það versta er að ég er að drepast í tönnunum en það var ekki þegar en ég settist í stólinn.
JÆja nóg um það. Ma og pa koma heim á morgun og verður brunað að sækja sóldýrkenduna á völlinn.
Árshátíð framundan en auðvitað veit ég ekkert hvert planið er :)
Þangað til næst...............

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Fór í silfursmíði í dag sem var snilld þó að hringurinn minn hafi verið allt annað nema snilld. En það komu æðislegir hringar útúr þessu :) Það var gestakennari frá Færeyjum það var æðislegt. Fékk smá flashback frá Jelling ég skildi samt kennarann aðeins betur en þetta var svona skemmtileg bland af dönsku og íslensku og brenglun af því báðu. Stórskemmtilegt!
Ég held áfram að mæta í skólann þegar það er ekki tími....virðist hanga enn við mig síðan í DK.
Síminn minn ekki enn tilbúin......prufa aftur á morgun. Þetta er orðin svo skemmtileg framhaldssaga hér hjá mér og ég get lofað að hun heldur áfram.
Það versta við að hafa ekki símann er að þegar ég þarf að ná í fólk sem ég hringi ekki reglulega í þá hef ég númerið hvergi........
Þangað til næst....................

mánudagur, febrúar 07, 2005

Það hlaut að koma að því.....
Ég dreif mig loks í ræktina í gær en svo er bara spurning um hvort að drifkrafturinn sé nægur.
Ég er að rúlla yfir um af íslensku stressi: skóli, hittingur, vinna, fundir og allt smotteríið sem fylgir þvi að vera aktívur meðlimur í íslensku samfélagi.
Hvar er síðan lærdómurinn???? hu hummm ætti einmitt að vera að þvi núna ég er bara að missa mig í þreytu.
Ætli það verði ekki smá hvíld og svo kanski rétt lesið yfir eina grein eða svo......
Þangað til næst................

föstudagur, febrúar 04, 2005

Góðan dag,
Mætti í tíma í morgun en nei enginn tími....komumst að þvi að kennarinn getur ekki kennt á föstudögum en hann er ekkert að láta okkur vita svo að ég var mætt í skólann 8:20 að óþörfu. Ætti að vera að læra, er ekki að nenna því svo ég ákvað að reyna að laga þetta blogg til. Skella inn texta svo að það blasti ekki við mér þessa útlitljótu færslur.
Búin að vera símalaus alla vikuna, verð að fara að athuga með blessaðan símann, hann hlýtur að vera tilbúinn.
Búin að vera meira meikuð þessa viku en alla mína ævi held ég ;) Krutína búin að vera æfa sig á mér fyrir próf og svo var ég prófverkefni hjá henni, er búin að skella inn myndum af æfingarkvöldi á myndasíðuna mína. Hún stóða sig bara vel í prófinu og ég var mjög fín :)
Það er alveg búið að vera nóg að gera í vikunni og ég held svei mér þá að ég sé ekki enn búin að jafna mig :(
well well
Þangað til næst................