mánudagur, maí 23, 2005

Síðastliðin helgi var nú ansi skrautleg :)
Ég var að vinna á útivakt hér í Kópavoginum á föstudagkvöldið og það var bara alveg ágætt. Var komin heim um 2 og skellti þá í vél og las aðeins yfir ritgerðina hennar Jóhönnu. Dugnaður í minni bara..............
Svo var partý hjá Helenu á laugardaginn og horft á Eurovision og látið ljós sitt skína í singstar....huhumm
Jæja fríið fer nú bráðlega að ljúka og þá kemst einhver rútína á mig. Voðalega skrýtið að vinna svona bara dag og dag og vera svo bara að stússast alla daga.
Var að henda inn myndum.........
Þangað til næst......

miðvikudagur, maí 11, 2005

Hið ljúfa líf :)
Já það er ýmislegt sem maður finnur sér að gera svona daginn eftir síðasta próf!
Það var sofið fram undir hádegi, skellt sér síðan á snyrtistofuna í tæpan klukkutíma svo var ræktin, klipping og hárgreiðsla hjá kerlu, út að borða og endað svo daginn á kaffihúsi og góðu spjalli það varð reyndar fámennara en áætlað var ;) en góðmennt :)
Það eina sem vantar upp á þennan líka annars fullkomin dag var smá búðarráp :)
Takk fyrir mig!

mánudagur, maí 09, 2005

Prófum lokið þessa önn!!!
Aðeins ein mappa eftir sem á að skila í þessari viku.
Hörmung þetta próf í dag svo að ég býst við að þurfa að taka 2 sumarpróf!!! Þetta er ekkert kjaftæði í mér það er allir sammála um þetta.

En nóg um það. Þetta er ekkert til að velta sér upp úr. Ég reif mig upp úr feni prófa fýlunnar í hádeginu þegar ég hitti krakkana sem ég er að fara að vinna með í sumar og sé ég fram á spennandi sumar.
Fór síðan að laga sjónvarpið hjá ömmu og afa og lenti þá í umræðum með þeim og vinkonu þeirra um tilhugalíf og stefnumótamenninguna hér um 1950 eða svo :)

Þangað til næst......sendi ég baráttukveðjur til þeirra sem eru enn að rembast að við próflestur!

laugardagur, maí 07, 2005

Gott að læra upp í skóla???
Ekki alveg á þessari stundu þar sem er verið að vinna að viðbyggingu við skólann öðru megin við stofuna og hinu megin er lúðrasveit að spila á einhverjum hátíðarhöldum. Hið ljúfa líf bókarinnar.
Ég er ekki að geta komið mér að verki og finn allar afsakanir til að ýta bókunum á úndan mér.
Verð að reyna að byrja að gera e-ð.......